Viltu vinna með okkur?

Hlutastarf  (18 ára og eldri)

Við erum að leita að einum eða tveimur einstaklingum sem vilja taka virkan þátt í að reka ísbúðina með okkur.

Í boði eru hlutastörf samkvæmt samkomulagi og vinnutími getur verið á bilinu 17:45 – 23:30 á virkum dögum og 13:45 – 23:30 um helgar. Störfin ættu því að henta sérstaklega vel þeim sem eru í námi eða vilja vinna á kvöldin.

Helstu verkefni eru:

  • Almenn afgreiðsla í búðinni.
  • Undirbúningur opnunar og frágangur eftir lokun.
  • Undirbúningur matvæla, svo sem skurður á ávöxtum og sælgæti og áfylling á ísvélar.
  • Vörumóttaka og verslunarferðir.
  • Létt þrif.

 

Skilyrði eru að umsækjendur séu:

  • 18 ára eða eldri.
  • Hafi getu til að vinna sjálfstætt.
  • Hafi færni í samskiptum við viðskiptavini.
  • Skilji og tali bæði íslensku og ensku.

 

Ef þú hefur áhuga á að sækja um, endilega sendu okkur tölvupóst með umsókn og ferilskrá á starf@isrefur.is

 

Tímavinna (16 ára og eldri)

Við erum alltaf að leita að hressu fólki sem hefur áhuga á að vera á skrá í tímavinnu hjá okkur.

Um er að ræða afgreiðslustörf í tímavinnu á opnunartíma búðarinnar sem felast í almennri afgreiðslu, skurði á ávöxtum og sælgæti, áfyllingu á ísvélar og léttum þrifum.

Skilyrði eru að umsækjendur séu:

  • 16 ára eða eldri.
  • Hafi getu til að vinna sjálfstætt.
  • Hafi færni í samskiptum við viðskiptavini.
  • Skilji og tali bæði íslensku og ensku.

 

Ef þú hefur áhuga á að sækja um, endilega sendu okkur tölvupóst með umsókn og ferilskrá á starf@isrefur.is